Erum brjóstvörn vestrænna gilda

Sex norrænir blaðamenn áttu langt samtal við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta …
Sex norrænir blaðamenn áttu langt samtal við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á Norðurlandaráðsþingi undir lok Íslandsheimsóknarinnar, en hann fór af landinu síðdegis í gær. mbl.is/Eggert

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til þess að auka varnarstuðning við land sitt og að fallið verði frá skilyrðum um að vestræn vopnakerfi megi ekki nota gegn liðsafnaði á rússnesku yfirráðasvæði.

Rússar virði engin „rauð strik“ af því tagi, eins og koma norðurkóreskra hersveita sýni vel. Stríðið sé ekki staðbundið í neinum skilningi lengur.

Þetta kom fram í viðtali sem forsetinn veitti sex norrænum blaðamönnum á Norðurlandaráðsþingi í gær.

Selenskí hamrar á því að Úkraína hafi ekki aðeins eigin hendur að verja, hún standi í brjóstvörn Vesturlanda gegn landvinningastefnu Rússa og annarra einræðisríkja sem vilji grafa undan vestrænni samvinnu.

Hann þakkar Norðurlöndum fyrir eindreginn stuðning við Úkraínu, en telur sum vestræn ríki hafa verið of dræm í stuðningi sínum. Hann hefur þó ekki of miklar áhyggjur af því, ekki frekar en komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Almenningur hafi reynst Úkraínu hliðhollur.

„Þeir skilja að við verjum sameiginleg gildi okkar. Skilja að stríð Rússa gegn Úkraínu er í raun árás á sameiginleg vestræn gildi frelsis og lýðræðis.“

Það sé ekki svo að Úkraína magni stríðið með því að berjast til sigurs á innrásarhernum.

„Þeir hófu stríðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka