Ferðamaður: Ísland er ömurlegt

Amber Barnes ber Reykjavík ekki góða söguna.
Amber Barnes ber Reykjavík ekki góða söguna. Samsett mynd

„Ég mun aldrei koma aftur til Íslands,“ segir Amber Barnes notandi á TikTok.

Barnes er ekki ýkja hrifin af lífi og kjörum á Fróni og lýsir raunum sínum í myndskeiði sem hún birti á samfélagsmiðlinum á mánudag.

Í myndbandinu röltir Barnes upp Hverfisgötuna með núðlusúpu í hendi og ber íslenskum veitingahúsum, veðri og verðlagi ekki góða söguna.

„Þessi staður er fokking ömurlegur. Allt er svo fokking dýrt.“

New York-verð fyrir miðjumoð

Segir Barnes mat og drykk í Reykjavík algjört miðjumoð á okurverði og veðrið í þokkabót kalt og leiðinlegt.

„Ég er að borga 30 dollara [um 4100 krónur] fyrir máltíð og göngutúrinn minn lítur svona út,“ segir Barnes og snýr við myndavélinni til að sýna téð veður.

Kveðst Barnes skilja að æskilegast sé að skoða landið utan höfuðborgarinnar og njóta náttúrunnar en að henni þyki með öllu óásættanlegt að greiða sama verð og í New York-borg fyrir það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.

@amber__barnes Iceland Travel Vlog PART 2| im sorry, but this place is a one ans done for me. 😭🇮🇸 #rant #travel #trending #blackgirl #iceland #fyp #vlog #opinion #reykjavik ♬ original sound - Amber ✨
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka