Geymdi peninga í frysti því hún treysti ekki syninum

Maðurinn í héraðsdómi á mánudag.
Maðurinn í héraðsdómi á mánudag. mbl.is/Karítas

Móðir eins sakbornings í Sólheimajökulsmálinu sagðist hafa geymt um 100 þúsund krónur í frysti sínum af því hún treysti ekki syninum. „Hann hefur dottið í það og þá er voðinn vís,“ sagði móðirin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Húsleit var gerð á heimili konunnar eftir að sonur hennar, sem er á fertugsaldri, var handtekinn í apríl. Maðurinn tók á móti kókaíni sem falið var í pottum og flutt til landsins með skemmtiferðaskipi.

Hann lýsti handtökunni fyrir dómi í morgun og sagði hana hafa verið harkalega.

Þá sagði hann lögregluna hafa „mölvað“ útidyrahurð móður sinnar og rústað húsi hennar á meðan hún var á Spáni, þrátt fyrir að hann hafi útvegað lykil. Hurðin hafi verið ónýt í marga daga eftir á.

Móðirin sagði fyrir dóminum að sonurinn hefði ekki vanalega aðgang að heimili hennar, en hann hefði haft það á meðan hún var erlendis.

Því hafi hún geymt peninganna sína í frystinum, um 100 þúsund krónur, svo hann tæki þá ekki.

Sonurinn hefur viðurkennt að stunda smásölu fíkniefna.
Sonurinn hefur viðurkennt að stunda smásölu fíkniefna. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka