Kröfur kennara „mikil vonbrigði“

Sigríður Margrét Oddsdóttir segir ekki í boði að víkja frá …
Sigríður Margrét Oddsdóttir segir ekki í boði að víkja frá launastefnunni. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/mbl.is/Hari

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir þær kröfur sem hafa birst vegna kjaraviðræðna kennara við Samband íslenskra sveitarfélaga vera mikil vonbrigði.

Krafa Kenn­ara­sam­bands Íslands í viðræðunum er að kjör fé­lags­manna verði sam­bæri­leg við sér­fræðinga á al­menn­um markaði. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að kennarar krefjist um 49% launahækkunar. 

Kjarasátt raskist ekki

„Þessar kröfur sem hafa verið að birtast af hálfu forystu kennara undanfarið eru mikil vonbrigði,“ segir Sigríður Margrét, aðspurð.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vitum það að undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu og það er þess vegna mjög mikilvægt að almenni markaðurinn leiði launaþróunina og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu,“ greinir hún einnig frá.

Hún bætir við að tölurnar sem hafi verið nefndar varðandi launakröfur kennara séu í engu samhengi við það sem samið var um í almennu kjarasamningunum í byrjun ársins. Ekki sé í boði að víkja frá launastefnunni sem þar var samið um.

Verkfall eru hafin.
Verkfall eru hafin. mbl.is/Hari

Þarf að kostnaðarmeta

Sigríður Margrét nefnir að almennur vinnumarkaður sé í mikilli samkeppni við hið opinbera um starfsfólk og að réttindi opinbers starfsfólks hafi sitt að segja í samanburðinum. Þar sé minni vinnuskylda og meira orlof, meiri veikindaréttur og aukið starfsöryggi, ásamt ríkari uppsagnavernd.  

„Þegar við erum að bera saman launakjör á milli markaða þá verður að kostnaðarmeta þessa þætti,“ segir hún.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka