Forseti Alþýðusamband Íslands er ánægður með lækkandi verðbólgutölur en hefur einhverjar áhyggjur af hækkandi matvöruverði.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,1% og lækkar um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði.
„Þetta segir mér að það sem við vorum að gera – leggja grunninn fyrir fyrirtæki og aðra að vera ekki með hækkanir – sýnir okkur að við erum á réttri leið með verðbólguna,“ segir Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, í samtali við mbl.is og vísar þar í stöðugleikasamninga sem undirritaðir voru í mars á þessu ári – samhent átak vinnumarkaðsins til þess fallið að halda aftur af óhóflegum launa- og verðhækkunum.
En á sama tíma sér Finnbjörn ljósgráa bliku á lofti sem hann vonast að verði ekki að stærra regnskýi. Matvöruverð hækkaði nefnilega um eitt prósent samkvæmt nýjustu mælingum hagstöfunnar.
„Það hefur áhrif inn í verðbólguna. Hvort það haldi áfram vitum við ekki en við vonumst til þess að hún haldi áfram að lækka,“ segir hann.
„Þetta gefur okkur sýn á það að Seðlabankinn hafi fulla sá stæðu til að lækka stýrivexti í næstu ákvörðunartöku sinni.“
Í téðum stöðugleikasamningum felst endurskoðunarákvæði sem er háð því hvort 12 mánaða verðbólga mælisst yfir 4,95% í ágúst 2025 og að verðlagsforsendur teljast hafa staðist ef verðbólga á tímabilinu mars – ágúst er 4,7% eða lægri miðað við árshraða.
Finnbjörn kveðst bjartsýnn að það þurfi ekki að nýa þessu þessi forsenduákvæði.
„Það er bara verðbólgan sem er mælikvarði hjá okkur og ef fram fer sem horfir eigum við að ná markmiði okkar og eigum að halda kaupmættinum sem við vorum með, jafnvel auka hann.“