Sjö hafa verið sviptir rekstrarleyfi

Fjöldi útgefinna leyfa til reksturs leigubíla er 127 talsins það …
Fjöldi útgefinna leyfa til reksturs leigubíla er 127 talsins það sem af er þessu ári. Alls þreyttu 157 slíkt próf, en 30 þeirra féllu á prófinu. mbl/Kristinn Magnússon

Frá gildistöku nýrra laga um leigubíla þann 1. apríl 2023 hefur Samgöngustofa svipt sjö aðila rekstrarleyfi til leigubílaaksturs, en enginn handhafi atvinnuleyfis til leigubílaaksturs, svokallaðs „harkaraleyfis“, hefur verið sviptur leyfi sínu á þessu tímabili.

Ástæður sviptinganna voru af fernum toga: grunur um kynferðisbrot, viðkomandi hlaut dóm eftir útgáfu leyfis, sjálfstæður rekstur var takmarkaður vega skilyrða atvinnu- og dvalarleyfis og ógreidd árgjöld. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Kvartanir og ábendingar

Samgöngustofa heldur tölfræði yfir þær ábendingar sem stofnuninni berast varðandi leyfishafa í leigubifreiðaakstri. Samkvæmt henni hafa Samgöngustofu borist 10 ábendingar og eða kvartanir vegna gjaldtöku og verðskrár, 12 ábendingar vegna útrunnins atvinnuskírteinis, 9 vegna rangrar skráningar í ökutækjaskrá, 8 vegna framkomu við viðskiptavini og 5 vegna framkomu við annan leigubílstjóra. Þá hafa borist 7 ábendingar vegna aksturs án tilskilins leyfis, 3 vegna aksturslags leigubílstjóra, 2 vegna ótryggðar leigubifreiðar og 1 vegna útrunnins leyfis.

Það er Ökuskólinn í Mjódd sem annast námskeiðahald fyrir leigubílstjóra, bæði harkara og þá sem sækjast eftir rekstrarleyfi, og heldur próf að námskeiðum loknum. Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum frá skólanum um fjölda þátttakenda og árangur í prófum, en var synjað um þær. Því var leitað atbeina Samgöngustofu til að afla þeirra upplýsinga, sem varð við beiðni þar um.

Sjá meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka