Tómthússkattur á tómar íbúðir og aðgerðir gegn Airbnb

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Sam­fylk­ing­in hef­ur kynnt fram­kvæmdapl­an í hús­næðis- og kjara­mál­um fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Þar er meðal ann­ars lögð áhersla á lægri vexti með styrkri stjórn efna­hags­mála og bráðaaðgerðir í hús­næðismál­um.  

Þá vill Sam­fylk­ing­in hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25% og heim­ila sveit­ar­fé­lög­um að leggja á svo­kallaðan tómt­hús­skatt á tóm­ar íbúðir til að bregðast við vand­an­um á hús­næðismarkaðinum.

Flokk­ur­inn seg­ir að planið sé full­fjár­magnað, ann­ars veg­ar með ráðstöf­un­um á út­gjalda­hlið rík­is­sjóðs, áform­um um hagræðingu og bætta nýt­ingu op­in­bers fjár, og hins veg­ar með tekj­um sem fá­ist með því að skrúfa fyr­ir skattagluf­ur og draga úr mis­ræmi milli skatt­lagn­ing­ar launa og fjár­mangs. 

Lægri vext­ir fyrsta verk­efnið

Sam­fylk­ing­in seg­ir að í plan­inu sé sett fram áætl­un um að ná niður vöxt­um á Íslandi með ábyrgri hag­stjórn, auk­inni festu í rík­is­fjár­mál­um og kerf­is­breyt­ing­um til að skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í til­kynn­ingu, að lægri vext­ir séu fyrsta verk­efnið til að end­ur­heimta efna­hags­leg­an stöðug­leika. 

Flokk­ur­inn vill breyta lög­um um op­in­ber fjár­mál og taka upp stöðug­leika­reglu um jafn­vægi tekna og rekstr­ar­út­gjalda með til­liti til hagsveifl­unn­ar, í sam­ræmi við til­lög­ur fjár­málaráðs ESB. 

Í plan­inu er lagt til að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verði hækkaður úr 22% í 25%, en að frí­tekju­mark vaxta­tekna verði upp­fært svo skatt­byrði milli­tekju­hópa hald­ist óbreytt.

Vilja taka stjórn á Airbnb

Þá er mark­mið flokks­ins að hraða íbúðaupp­bygg­ingu og tryggja að fleiri íbúðir nýt­ist sem heim­ili fólks frek­ar en sem fjár­fest­ing­ar­vara. Þar vís­ar Kristrún meðal ann­ars til aðgerða sem lúta að því að taka stjórn á Airbnb og skamm­tíma­leigu til ferðamanna. Flokk­ur­inn seg­ir þúsund­ir íbúða standa auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegn­um Airbnb, jafn­vel all­an árs­ins hring. 

Flokk­ur­inn vill herða eft­ir­lit og tak­mörk­un heimag­ist­ingu við eig­in lög­heim­ili eða sum­ar­bú­stað. Fólki verður áfram heim­ilt að leigja út heim­ili sitt eða sum­ar­bú­stað í allt að 90 daga á ári. 

Þá seg­ir í áætl­un­inni að heim­ila eigi sveit­ar­fé­lög­um að leggja á svo­kallaðan tómt­hús­skatt á tóm­ar íbúðir (e. vacant home tax). Er það fast­eigna­skattsálag með skýr­um und­anþágum þannig að hægt er að búa til hvata til að hús­næði standi ekki tómt og þar með bregðast við vanda á hús­næðismarkaði.

Lög­gjöf verði færð til nú­tím­ans

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að flokk­ur­inn tali fyr­ir nýrri nálg­un í skipu­lags­mál­um, að lög­gjöf­in verði færð til nú­tím­ans með ein­fald­ari ferl­um og að upp­bygg­ing nýrra íbúðahverfa með til­heyr­andi innviðakostnaði verði gerð fjár­hags­lega sjálf­bær fyr­ir sveit­ar­fé­lög með sams kon­ar hvöt­um og ná­grannaþjóðir Íslands beiti.

Þarna verði rík­is­stjórn að leika lyk­il­hlut­verk og taka ábyrgð á þróun hús­næðismarkaðar­ins í heild.

Vilja nýta rík­is­lóðir mark­visst til bygg­ing­ar íbúða

Þá legg­ur Sam­fylk­ing­in líka til breyt­ing­ar á hlut­deild­ar­lána­kerf­inu til að auka skil­virkni og fyr­ir­sjá­an­leika og vill nýta rík­is­lóðir mark­visst til bygg­ing­ar íbúða, bæði til leigu og eign­ar.

Flokk­ur­inn bend­ir á, að í fram­kvæmdaplan­inu séu sett fram áform um til­tekt í rík­is­rekstri og aukna skil­virkni við ráðstöf­un op­in­bers fjár. Sam­fylk­ing­in vilji lög­festa svo­kallaða stöðug­leika­reglu um af­komu rík­is­ins í sam­ræmi við til­lög­ur fjár­málaráðs ESB.

„Þannig tryggj­um við að lög um op­in­ber fjár­mál þjóni til­gangi sín­um og auk­um trú­verðug­leika hag­stjórn­ar,“ seg­ir í fram­kvæmdaplan­inu þar sem kynnt­ar eru aðgerðir til að bæta af­komu rík­is­ins án þess að auka skatt­byrði vinn­andi fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert