Ökumaður var handtekinn og vistaður í fangaklefa en lögreglunni barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem bifreið hafði verið ekið á skilti og hafnað utan vegar.
Engin slys urðu á fólki en bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið. Grunur vaknaði hjá lögreglu á vettvangi að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda. Var hann handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglulögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Tilkynnt var um innbrot í geymslur í hverfi 105 og er málið í rannsókn. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 201. Það mál var afgreitt með vettvangsskýrslu.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 104. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Við almennt eftirlit stöðvaði lögregla tvo ökumenn sem óku án ökuréttinda og eiga þeir yfir höfði sér sekt.