Dómur yfir Skúla stendur í fimm árum

Hæstiréttur ákvað að taka málið ekki upp.
Hæstiréttur ákvað að taka málið ekki upp. Ljósmynd/Colourbox

Dómur yfir Skúla Helgasyni, sem dæmdur var fyrir hnífstunguárás í héraðsdómi og sekt hans síðar staðfest og dómur þyngdur í Landsrétti, stendur óhaggaður.

Er það ljóst eftir að Hæstiréttur Íslands ákvað að taka mál hans ekki til umfjöllunar. Taldi Skúli að hann hefði ekki notið sannmælis fyrir dómi þar sem ekki hafi verið tekið tillit til þess að hann hefði verið að verja sig fyrir ólögmætri árás annarra. Skúli fékk fimm ára dóm í Landsrétti en hafði áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í héraði.

Milta fjarlægt 

Skúli var dæmdur fyrir að stinga mann fimm sinnum með vasahníf. Einn stunguáverkinn náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annað sem olli loftbrjósti. Bar Skúli fyrir sig nauðvörn sökum þess að ráðist hafi verið á hann þegar atvikið átti sér stað.

Héraðsdómur hafði sakfellt manninn á síðasta ári fyrir tilraun til manndráps. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir slíkt eigi að lágmarki að vera fimm ára fangelsisvist ákvað héraðsdómur að taka tillit til ákvæðis um refsilækkun þar sem hann framdi verknaðinn í tengslum við átök við aðra.

Hefði getað dáið 

Landsréttur tók ekki undir það að það dygði til refsilækkunar þar sem Skúla hefði mátt vera ljóst að brotaþoli hefði getað dáið. Héraðsdómur hafði áður sakfellt hann fyrir tilraun til manndráps. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir slíkt eigi að lágmarki að vera fimm ára fangelsisvist ákvað héraðsdómur að taka tillit til ákvæðis um refsilækkun þar sem hann framdi verknaðinn í tengslum við átök við aðra.

Landsréttur tók ekki undir það að það dygði til refsilækkunar þar sem Skúla hefði mátt vera ljóst að brotaþoli hefði getað dáið.

Hafi ekki verulega almenna þýðingu 

„Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert