Él eða snjókoma sunnan heiða

Hitaspá á landinu klukkan 10.
Hitaspá á landinu klukkan 10. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verða vestan og norðvestan 8-13 m/s í dag með éljum eða snjókomu en þurru veðri á suðaustanverðu landinu. Það lægir í kvöld og styttir upp með kólnandi veðri.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að með morgninum snúist í norðvestan kalda eða stinningskalda með snjókomu en éljum suðvestan til og það kólni í veðri. Lægðin fjarlægist þegar líði á daginn og þá lægi og rofi til.

Á morgun færist hæðarhryggur yfir landið. Vindur verður hægur og víða léttskýjað og kalt. Næsta lægð er þó skammt undan og það þykknar upp með snjókomu suðvestalands þegar líður á kvöldið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert