Eyjólfur oddviti í Norðvesturkjördæmi

Lilja Rafney, Eyjólfur og Bragi Þór.
Lilja Rafney, Eyjólfur og Bragi Þór. Ljósmynd/Aðsend

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.

Eyjólfur, sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili, gegnir stöðu varaformanns fjárlaganefndar og allsherjar- og menntamálanefndar. Hann er formaður Orkunnar okkar og hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, efnahagsbrotadeild og lögmennsku, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Við erum gríðarlega stolt af þessum öfluga framboðslista,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í tilkynningunni. „Reynsla Lilju Rafneyjar af verkalýðsmálum, sveitarstjórnarmálum og þingmennsku, ásamt þekkingu Braga Þórs á sveitarstjórnarstiginu og velferðarmálum, styrkir baráttuna fyrir réttlátara samfélagi.“

Listi Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi:

  1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
  2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
  3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík
  4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi
  5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ, Ísafirði
  6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki
  7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri
  8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalla, Skagaströnd
  9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Stykkishólmi
  10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri
  11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi
  12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi
  13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi
  14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka