Framboðsfrestur liðinn: Framboðslistum skilað fram á síðustu mínútur

Landskjörstjórn tók á móti framboðum í dag, en frestur til …
Landskjörstjórn tók á móti framboðum í dag, en frestur til að skila inn framboðunum lauk á hádegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handagangur var í öskjunni í Hörpu í morgun þegar fulltrúar að minnsta kosti átta framboða skiluðu inn framboðslistum vegna kosninga til Alþingis sem fara fram í lok mánaðarins. 

Meðal þeirra framboða sem mættu í Hörpu í dag voru Píratar, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð.

Framboðsfrestur var til hádegis í dag, en fjöldi flokka hafði þó skilað inn framboðum rafrænt, auk þess sem tekið var á móti framboðum á skrifstofum sýslumanna á nokkrum stöðum um landið.

Nokkur framboð mættu í Hörpu í dag til að skila …
Nokkur framboð mættu í Hörpu í dag til að skila inn framboðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn afgreiddi innsend framboð eitthvað fram yfir hádegi, en þá var um að ræða framboð sem höfðu mætt í Hörpu áður en framboðsfresturinn var runninn út. Voru því margir á síðustu stundu.

Landskjörstjórn mun nú fara yfir framboðin og ætlar að senda tilkynningu síðar í dag um hvaða flokkar hafi skilað inn framboðum.

Jóhannes Loftsson, forsvarsmaður Ábyrgrar framtíðar, var mættur í Hörpu.
Jóhannes Loftsson, forsvarsmaður Ábyrgrar framtíðar, var mættur í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, skilar inn …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, skilar inn framboðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert