Hjúkrunarfræðingar kæra launamun

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi inn kæru til kærunefndarinnar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi inn kæru til kærunefndarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

For­stöðuhjúkr­un­ar­fræðing­ar á tveim­ur sviðum Land­spít­ala fá greidd ríf­lega 150 þúsund krón­um lægri laun en for­stöðulækn­ar á sömu sviðum. All­ir hjúkr­un­ar­fræðing­arn­ir eru kven­kyns og all­ir lækn­arn­ir eru karl­kyns.

For­stöðumenn­irn­ir heyra und­ir fram­kvæmda­stjóra sviðanna tveggja en alls eru sex svið inn­an spít­al­ans. Fram­kvæmda­stjór­ar sviðanna sex eru ým­ist lækn­ar eða hjúkr­un­ar­fræðing­ar en fá all­ir greidd sömu laun.

Gróft mis­rétti

Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga tel­ur um ólög­mæt­an kyn­bund­inn launamun að ræða og hef­ur sent inn kæru til Kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála. Guðbjörg Páls­dótt­ir formaður fé­lags­ins seg­ir um gróft mis­rétti að ræða sem Land­spít­al­an­um hafi verið boðið að leiðrétta en því hafi verið hafnað. „Það er 2024 og við erum stödd þarna. Við erum að tala um virði starfa og að launa­setja störf. Fé­lagið á að standa vörð um rétt­indi og kjör hjúkr­un­ar­fræðinga og því för­um við þessa leið.“

Leystu hvert annað af

Um er að ræða bráða-, lyflækn­inga- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu­svið og skurðlækn­inga-, skurðstofu- og gjör­gæsluþjón­ustu­svið. Guðbjörg út­skýr­ir að nýtt stjórn­enda­lag hafi verið sett inn í stofn­un­ina í apríl og að um sé að ræða stjórn­un­ar­störf á sama stað í skipu­riti. Sam­an­b­urður starfs­lýs­inga sýni að um­gjörð starf­anna, ábyrgð, skyld­ur og starfs­svið sé það sama. Helstu verk­efni for­stöðumann­anna er sam­hæf­ing á verklagi og þjón­ustu­ferl­um, fjár­hags­áætl­un­ar­gerð, mannauðsmál o.fl. „Þau leystu hvert annað af í sum­ar!“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka