Hjúkrunarfræðingar kæra launamun

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi inn kæru til kærunefndarinnar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi inn kæru til kærunefndarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítala fá greidd ríflega 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðum. Allir hjúkrunarfræðingarnir eru kvenkyns og allir læknarnir eru karlkyns.

Forstöðumennirnir heyra undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja en alls eru sex svið innan spítalans. Framkvæmdastjórar sviðanna sex eru ýmist læknar eða hjúkrunarfræðingar en fá allir greidd sömu laun.

Gróft misrétti

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur um ólögmætan kynbundinn launamun að ræða og hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins segir um gróft misrétti að ræða sem Landspítalanum hafi verið boðið að leiðrétta en því hafi verið hafnað. „Það er 2024 og við erum stödd þarna. Við erum að tala um virði starfa og að launasetja störf. Félagið á að standa vörð um réttindi og kjör hjúkrunarfræðinga og því förum við þessa leið.“

Leystu hvert annað af

Um er að ræða bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustusvið og skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustusvið. Guðbjörg útskýrir að nýtt stjórnendalag hafi verið sett inn í stofnunina í apríl og að um sé að ræða stjórnunarstörf á sama stað í skipuriti. Samanburður starfslýsinga sýni að umgjörð starfanna, ábyrgð, skyldur og starfssvið sé það sama. Helstu verkefni forstöðumannanna er samhæfing á verklagi og þjónustuferlum, fjárhagsáætlunargerð, mannauðsmál o.fl. „Þau leystu hvert annað af í sumar!“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka