Matráður Mánagarðs látið af störfum

Leikskólinn Mánagarður er á Stúdentagörðunum við Eggertsgötu.
Leikskólinn Mánagarður er á Stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Matráður leikskólans Mánagarða hefur látið af störfum að eigin ósk og verður leikskólinn lokaður út þessa viku.

Þá standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á foreldra barna sem eru á Mánagarði í gær.

Segir í tölvupóstinum að sérstakur stýrihópur sóttvarnarlæknis hafi tekið þá ákvörðun að lokað yrði út vikuna en stýrihópurinn mun svo funda eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin.

Í fréttatilkynningu frá embætti landlæknis í gær kom fram að athygli beindist að 17. október sem upphafsdegi smitsins.

Sagði þar enn fremur að líklega væri um matarborið smit að ræða þar sem veikindi barnanna hafi hafist á svipuðum tíma og þau dreifst yfir allar deildir skólans. Því sé ólíklegra að smitið komi úr umhverfi leikskólans eða hafi eingöngu farið barna á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert