Móttöku framboða vegna alþingiskosninga lýkur í dag

Gengið verður til alþingiskosninga 30. nóvember nk.
Gengið verður til alþingiskosninga 30. nóvember nk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til klukkan tólf á hádegi í dag. Framboðum er hægt að skila rafrænt en einnig má skila þeim inn í Stemmu í Hörpu á milli klukkan 10 og 12 í dag.

Þá er hægt að skila inn framboðum hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sýslumanninum á Norðurlandi vestra og sýslumanninum á Suðurlandi. Skila má framboðum óháð kjördæmum.

Með framboðum skal fylgja: tilkynning um framboð þar sem koma fram upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna og listabókstaf þeirra samkvæmt skrá dómsmálaráðuneytisins, framboðslisti viðkomandi stjórnmálasamtaka ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð, upplýsingar um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra, og yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi.

Ef meðmælum er safnað á pappír þarf að skila frumriti til landskjörstjórnar.

Eftir að framboðsfrestur rennur út fer landskjörstjórn yfir framboðin, kannar hvort öll skilyrði séu uppfyllt og úrskurðar í kjölfarið um gild framboð.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember. Innanlands fer kosning utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru á vef sýslumanna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka