Notkun fastlínusíma er enn á hröðu undanhaldi

Íbúar eru sagðir nýta sér sambærilega tækni á svipaðan hátt.
Íbúar eru sagðir nýta sér sambærilega tækni á svipaðan hátt. mbl.is/Kristinn

Notkun fastlínusíma heldur áfram að minnka alls staðar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, bæði hvað varðar fjölda áskrifta og fjölda mínútna og þá aðallega hjá Íslendingum og Svíum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjarskiptanotkun í þessum löndum á árinu 2023 sem Fjarskiptastofa og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman.

„Íslendingar skera sig úr í samanburði við aðrar þjóðir í skýrslunni þegar kemur að háhraðatengingum með auglýstan niðurhalshraða 30 Mbit/sek eða meira ef miðað er við per heimili,“ segir í samantekt Fjarskiptastofu.

„Sama á við um niðurhalshraða 100 Mbit/sek per heimili en Svíar koma þar næst á eftir Íslandi. Ísland er svo í sérflokki þegar kemur að háhraðanettengingum með auglýstan niðurhalshraða 1 Gbps ef miðað er við per heimili,“ segir þar enn fremur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka