Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðborginni og þegar starfsmaður ætlaði að ræða við þjófanna dró einn þeirra upp hníf og í kjölfarið hlupu þjófarnir á brott.
Málið er í rannsókn og telur lögregla sig hafa upplýsingar um hverjir gerendurnir eru.
Þetta var meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að því fram kemur í dagbók hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt.
Lögreglunni á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, barst tilkynning um líkamsárás. Gerandinn hafði farið af vettvangi strax eftir brotið og málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Skráningarmerki voru tekin af tíu ökutækjum, sem voru ótryggðar eða óskoðaðar í hverfi 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.