Sat um og hrelldi þrjár konur

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Maðurinn mætti ekki fyrir dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. mbl.is/Árni Sæberg

Karl­maður á fer­tugs­aldri hef­ur verið dæmd­ur í sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rekað brotið gegn friðhelgi þriggja kvenna, en ein þeirra var und­ir lögaldri þegar brot­in áttu sér stað. Reyndi hann end­ur­tekið að setja sig í sam­band við kon­urn­ar á tíma­bil­inu nóv­em­ber 2022 til maí 2024 og var það í óþökk þeirra. Braut hann meðal ann­ars ít­rekað gegn nálg­un­ar­banni sem lög­regla hafði sett á hann og sendi pósta á yf­ir­mann einn­ar kon­unn­ar með aðdrótt­un­um.

Hrelldi stúlku sem vann á gisti­heim­ili

Fram kem­ur í dómi Héraðsdóms Norður­lands eystra að umsát­ur­seinelti manns­ins hafi haf­ist sum­arið 2022 gagn­vart fyrstu kon­unni, en þau unnu þá sam­an. Reyndi maður­inn ít­rekað að setja sig í sam­band við hana í síma eða á öðrum fjar­skiptamiðlum og þannig valdið hræðslu og kvíða hjá kon­unni.

Þetta sama sum­ar kynnt­ist hann 17 ára stúlku sem vann á gisti­heim­ili, en maður­inn var þar viðskipta­vin­ur. Er hann er fund­inn sek­ur um umsát­ur­seinelti gagn­vart henni frá nóv­em­ber 2022 til fe­brú­ar 2023. Gerði hann það einnig með að reyna stöðugt að setja sig í sam­band við hana í gegn­um síma og aðra fjar­skiptamiðla.

Hvatti yf­ir­mann til að segja kon­unni upp 

Að lok­um var maður­inn fund­inn sek­ur um umsát­ur­seinelti gagn­vart konu yfir tæp­lega árs tíma­bil, frá júlí 2023 til maí 2024. Sat hann meðal ann­ar um kon­una að heim­ili henn­ar, kíkti á glugga á heim­il­inu, skildi eft­ir gjaf­ir í óþökk henn­ar og reyndi stöðugt að setja sig í sam­band við hana.

Að lok­um sendi maður­inn yf­ir­manni kon­unn­ar þrjá tölvu­pósta í maí 2024 með aðdrótt­un­um og hvatn­ingu um að víkja henni úr störf­um.

Nálg­un­ar­bönn höfðu lít­il áhrif á hegðun hans

Hélt hann hegðun­inni áfram þrátt fyr­ir að hafa tví­veg­is verið sett­ur í nálg­un­ar­bann af lög­reglu vegna áreit­is­ins. Er í dóm­in­um farið yfir hvernig hann hafi, þrátt fyr­ir nálg­un­ar­bannið, reynt að nálg­ast kon­una fyr­ir utan heim­ili henn­ar, senda henni skila­boð í gegn­um sam­skipta­for­rit, veitt henni eft­ir­för m.a. við versl­un, nálg­ast hana nokkr­um sinn­um þar sem hún var í messu í kirkju og reynt að setj­ast inn í bif­reið henn­ar.

Maður­inn sótti ekki þing þrátt fyr­ir að hafa fengið boðun þar að lút­andi. Var því dæmt í mál­inu að hon­um fjar­stödd­um og hann fund­inn sek­ur um hátt­sem­ina sem hann var ákærður fyr­ir.

Er hann jafn­framt dæmd­ur til að greiða sein­ustu kon­unni 600 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka