Solaris-söfnun óendurskoðuð

Palestínumenn hafa haft sig í frammi í mótmælum hér á …
Palestínumenn hafa haft sig í frammi í mótmælum hér á landi, en Solaris-samtökin söfnuðu um 60 milljónum þeim til stuðnings. mbl.is/Eggert

Fjársöfnun Solaris-samtakanna vegna Palestínu var ekki endurskoðuð eins og lög mæla þó fyrir um.

Endurskoðandi sem staðfesti reikningshald fjársöfnunarinnar yfirfór aðeins þau gögn sem Solaris-samtökin létu honum í té og komst hann að þeirri niðurstöðu að skv. þeim væri uppgjörið í samræmi við inn- og útflæði af bankareikningum söfnunarinnar. Þetta staðfestir Theodór Ingi Pálmason löggiltur endurskoðandi í samtali við Morgunblaðið en hann skrifaði upp á staðfestinguna.

Í lögum um opinberar fjársafnanir segir í 6. gr. að halda skuli nákvæmt reikningshald yfir hverja fjársöfnun. „Skal reikningshaldið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda eða þeim, er [sýslumaður] kann að útnefna til slíks,“ segir þar.

Í staðfestingu endurskoðandans segir að uppgjörið sé í samræmi við téða 6. grein og spurður um hvernig það megi vera, þar sem yfirferð sé ekki hið sama og endurskoðun, staðfestir Theodór að svo sé ekki.

„Ég heyrði í fulltrúa sýslumanns og hún sagði að orðalagið væri úrelt. Þetta væri yfirfarið af endurskoðanda en ekki endurskoðað sem slíkt,“ segir hann og bendir á að vinna hans hafi einungis falist í því að staðfesta inn- og útflæði fjármuna af bankareikningum söfnunarinnar, en ekki endurskoða sem ársreikningur væri.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka