Vildi flytja mál Páls á milli embætta

Eva Hauksdóttir.
Eva Hauksdóttir. Ljósmynd/Brian Sweeny

Eva Hauks­dótt­ir, lögmaður Páls Stein­gríms­son­ar, seg­ist hafa á sín­um tíma óskað eft­ir því að byrlun­ar­málið svo­kallaða yrði fært frá lög­regl­unni á Norður­landi eystra yfir í annað lög­reglu­embætti.

„Svo er ým­is­legt í rann­sókn­inni sem ég tel hafa farið úr­skeiðis. Ég er margsinn­is búin að senda ábend­ing­ar til lög­regl­unn­ar um atriði sem mættu bet­ur fara. Til dæm­is hafa ekki öll vitni verið yf­ir­heyrð og ég var búin að óska eft­ir flutn­ingi máls­ins á milli lög­reglu­embætta vegna þess að mér fannst þessu ekki vera sinnt af al­vöru,“ seg­ir Eva, spurð út í stöðu máls­ins.

Hef­ur þrjá mánuði til stefnu 

Embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra felldi niður rann­sókn sína á mál­inu í lok sept­em­ber. Páll kærði niður­stöðuna til rík­is­sak­sókn­ara 23. októ­ber síðastliðinn og hef­ur rík­is­sak­sókn­ari þrjá mánuði til að taka ákvörðun í mál­inu.

Sam­mála um illa unna rann­sókn

„Það er dá­lítið merki­legt að brotaþoli og sak­born­ing­ar eru al­veg sam­mála um að þessi lög­reglu­rann­sókn sé rosa­lega illa unn­in. Þó að menn séu ósam­mála um hvort það hafi verið ástæða til þess að yf­ir­heyra þessa blaðamenn þá er alla­vega þetta sem menn geta verið sam­mála um, að þess­ari rann­sókn hafi ekki verið nógu vel sinnt,“ bæt­ir Eva við.

„Lög­regl­an virt­ist ekki vera að sinna þessu á þann hátt sem mín­um skjól­stæðingi og mér sjálfri fannst eðli­legt. Þess vegna var óskað eft­ir flutn­ingi.“

Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson, Þóra Arn­órs­dóttiur og Þórður Snær …
Aðal­steinn Kjart­ans­son, Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, Þóra Arn­órs­dótti­ur og Þórður Snær Júlí­us­son höfðu rétt­ar­stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins. Sam­sett mynd

„Á pari við löðrung“

Eva og Páll eru einnig ósátt við heim­færslu lög­regl­unn­ar til laga, þ.e. að hún hafi litið á lyfja­byrlun sem brot gegn 217. grein hegn­ing­ar­laga „sem er minni­hátt­ar lík­ams­árás á pari við löðrung,“ seg­ir Eva. „Þetta finnst mér al­veg fá­rán­leg heim­færsla. Þetta brot er auðvitað allt ann­ars eðlis.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert