Landsréttur hefur staðfest sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir ungum karlmanni fyrir aðild hans að líkamsárásum sem framdar voru í Borgarholtsskóla í janúar 2021.
Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem féll í mars á síðasta ári. Hann var þá dæmdur fyrir aðild að tveimur líkamsárásum, annarri þeirra sérstaklega hættulegri.
Með áfrýjun sinni krafðist maðurinn þess að endurskoðuð yrði niðurstaða Landsréttar um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá krafðist hann þess að skaðabótakröfu yrði vísað frá, eða hún lækkuð.
Landsréttur staðfesti hins vegar dóm héraðsdóms í málinu, en ásamt því að hljóta sex mánaða skilorðsbundinn dóm var manninum gert að öðru fórnarlambinu 300 þúsund krónur og hinu 250 þúsund krónur, ásamt vöxtum. Þá var honum gert að greiða allan kostnað við áfrýjun málsins.
Fjórir karlmenn voru sakfelldir í málinu í mars á síðasta ári. Þrír hlutu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en sá fjórði, Gabríel Douane, hlaut tveggja ára fangelsi. Hann var ákærður fyrir þátt sinn í árásinni auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði.
Í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá hluta af árásinni, en myndbandið fór í dreifingu á sínum tíma.