Færri jólabjórar koma til byggða í ár

Sala er hafin á jólabjórnum.
Sala er hafin á jólabjórnum. mbl.is/Hari

Sala á jólabjór er hafin í Vínbúðum ÁTVR og öðrum útsölustöðum, svo sem hjá örbrugghúsum og netverslunum. Í dag er sjálfur J-dagurinn sem þýðir að klukkan 20.59 hefst sala á Tuborg-jólabjórnum á börum og veitingahúsum.

Alls verða 84 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum að þessu sinni, að því gefnu að allar vörur skili sér frá framleiðendum í hillur verslana. Dæmi eru um að framleiðendur breyti áformum sínum á síðustu stundu eða vörur standist ekki gæðakröfur. Af bjórtegundunum 84 eru 68 íslenskar en 16 erlendar. Þetta er umtalsverð fækkun frá fyrri árum.

Graf/mbl.is

Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi náðu vinsældir jólabjórsins hámarki á covid-tímanum. Bæði fór salan í hæstu hæðir en tegundum fjölgaði sömuleiðis til muna. Tegundum fækkar nú þriðja árið í röð og er fjöldinn svipaður og var fyrir covid.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert