Gleymdi að undirbúa spurningu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, dó ekki ráðalaus og spurði …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, dó ekki ráðalaus og spurði Bjarna Benediktsson óundirbúinnar spurningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, gleymdi að skoða tölvu­póst­inn fyr­ir kapp­ræður RÚV í kvöld og hafði því ekki und­ir­búið spurn­ingu fyr­ir ann­an formann.

Sig­mund­ur dó þó ekki ráðalaus og beindi spurn­ingu sinni að for­sæt­is­ráðherra Bjarna Bene­dikts­syni.

Gæti ekki tekið þátt í slíkri stjórn

Spurði Sig­mund­ur hvort það heillaði Bjarna að mynda nýja rík­is­stjórn með Viðreisn og Sam­fylk­ing­unni þar sem lík­legt væri að Sjálf­stæðis­menn þyrftu að gefa eitt­hvað eft­ir hvað varðar Evr­ópu­sam­bands­um­sókn og hærri skatta.

„Nei, það ger­ir það nú ekki þegar þú nefn­ir þetta svona, að það myndi fela í sér skatta­hækk­an­ir og við mynd­um leggja upp með það að rík­is­stjórn­in myndi berj­ast fyr­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Ég get ekki tekið þátt í slíkri stjórn, ég myndi ekki geta gert það,“ svaraði ráðherr­ann.

Sigmundur spurði hvort Bjarna Benediktssyni gæti hugnast að mynda stjórn …
Sig­mund­ur spurði hvort Bjarna Bene­dikts­syni gæti hugn­ast að mynda stjórn með Sam­fylk­ing­unni og Viðreisn. Sam­sett mynd

Kveðst Bjarni til að mynda eng­in rök sjá fyr­ir því að Ísland ætti að sækja um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Þar sé fá­tækt til að mynda meiri og at­vinnu­leysi hærra.

„Ég hef enga sann­fær­ingu um að það þurfi all­ar skatta­hækk­an­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ég sé það að Evr­ópu­sam­bandið, kaup­mátt­ur þar hef­ur vaxið um 4% síðan 2013, hér hef­ur hann vaxið um 51%.“

Áður unnið vel með Þor­gerði

Tók for­sæt­is­ráðherr­ann fram að þar með væri ekki sagt að hann og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gætu ekki unnið sam­an enda teldi hann þörf á borg­ara­legri rík­is­stjórn vinstri- og hægri­flokka.

Þess að auki hefðu þau verið ágæt­ir fé­lag­ar og unnið vel sam­an á sín­um tíma. 

Hló Þor­gerður dátt og sagði hann alla vega ekki byrja vel með þeim orðum. Best væri þó að treysta þjóðinni til að velja sína for­ystu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert