Græddi á láninu

Hlutdeildarlánum er ætlað að styðja eignalítið fólk til íbúðakaupa.
Hlutdeildarlánum er ætlað að styðja eignalítið fólk til íbúðakaupa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ung kona sem tók hlutdeildarlán fyrir þremur árum hafði mikinn óbeinan ávinning af lántökunni. Hún keypti íbúð á 45,4 milljónir 2021 en seldi hana um daginn á 64,5 milljónir. Íbúðin hækkaði þannig um 19,1 milljón í verði og jók það eignarhlut konunnar verulega.

Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, vekur athygli á þessum viðskiptum í samtali við Morgunblaðið í dag.

Með því að fá hlutdeildarlán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gat konan keypt íbúð sem hún hefði ella ekki getað keypt. Það reyndist ábatasamt. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert