Lát konu í Breiðholti: Verður áfram í gæsluvarðhaldi

Maðurinn sem grunaður um að hafa verið valdur að dauða …
Maðurinn sem grunaður um að hafa verið valdur að dauða konunnar er sonur hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir manni í tengslum við andlát konu á sjötugsaldri í Breiðholti í síðustu viku hefur verið framlengt til 28. nóvember á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn sem grunaður um að hafa verið valdur að dauða konunnar er sonur hennar.

Tilkynning um málið barst um miðnætti og héldu viðbragðsaðilar þegar á vettvang, sem var í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin. Maðurinn var handtekinn á staðnum og hefur setið í gæsluvarðhaldi sem átti að renna út í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert