Myndskeið: Ekki þverfótað fyrir bjórþyrstum

Íslendingar fagna J-deginum í kvöld en sala á jólabjór Tuborg hófst með pompi og prakt klukkan 20:59 í kvöld.

Ekki var þverfótað fyrir bjórþyrstum fyrir utan Dönsku krána Ingólfsstræti laust fyrir 21 í kvöld og greinilegt að margir voru spenntari að bragða á jólaölinu í kvöld en að horfa á kappræður kvöldsins.

J-dagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Danmörku og eru bláir Tuborg-jólasveinar einkennandi fyrir daginn.

Frá J-deginum 2019.
Frá J-deginum 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert