Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi

Heitar umræður sköpuðust þegar Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna mætti í settið til Stefáns Einars Stefánssonar og sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Fylgi VG við frostmark

Í skoðanakönnun Prósents í liðinni viku mældist flokkur Svandísar, Vinstrihreyfingin grænt framboð, með sögulega lágt fylgi. Svo virðist sem brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sé að draga dilk á eftir sér og hafi áhrif á fylgi flokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins um land allt ásamt sínu fólki og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.

Þá fór Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur úr könnun Prósents í þættinum sem snerta á fylgi flokkanna og þykja nýjustu tölur miklum tíðindum sækja. 

Pólitíkin hefur áhrif á atvinnulífið

Auk Svandís­ar mættu þeir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs og Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í settið og rýndu helstu frétt­ir vik­unn­ar þar sem mest hefur farið fyrir stjórnmálunum. 

Ekki missa af spenn­andi og upp­lýs­andi kosn­ingaum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla þriðju­daga og föstu­daga fram að þing­kosn­ing­um þann 30. nóv­em­ber.

Jóhannes Þór Skúlason, Svandís Svavarsdóttir og Gunnar Úlfarsson eru gestir …
Jóhannes Þór Skúlason, Svandís Svavarsdóttir og Gunnar Úlfarsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert