Ný könnun: Fylgi Viðreisnar eykst og eykst

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Flokkar þeirra mælast stærstu flokkar landsins samkvæmt nýrri könnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is sýn­ir að Viðreisn sæk­ir í sig veðrið. Sam­fylk­ing­in held­ur áfram að dala og fylgi VG er botn­frosið.

Þetta er kynnt í nýj­asta þætti Spurs­mála sem fór í loftið á mbl.is kl. 14:00 í dag.

Ekki mark­tæk­ur mun­ur á Sam­fylk­ingu og Viðreisn

Könn­un­in var gerð dag­ana 25.-31. októ­ber og var úr­takið 2.400 manns og 1.195 svör bár­ust.

Sem fyrr er Sam­fylk­ing­in með mesta fylgið. Ríf­lega 22%. Viðreisn er hins veg­ar kom­in yfir 18% múr­inn og er ekki mark­tæk­ur mun­ur á flokk­un­um tveim­ur.

Miðflokk­ur og Sjálf­stæðis­flokk­ur eru á svipuðum slóðum og bít­ast um þriðja og fjórða sætið.

Þá er Flokk­ur fólks­ins bú­inn að taka sér stöðu í kring­um 11%.

Aðrir flokk­ar mæl­ast með mun minna fylgi og eru annað hvort við það að detta út af þingi eða langt frá því.

Þannig mæl­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn enn rétt und­ir 6% en Pírat­ar mæl­ast nú und­ir 5%. Þá eru Sósí­al­ist­ar með 4% og Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð nær ekki vopn­um sín­um frek­ar en í fyrri vik­um og mæl­ist með 2,6%.

Önnur fram­boð ná ekki tveim­ur pró­sent­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka