Of snemmt að tala um bjartsýni

Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi á milli Kennarasambands Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hjá ríkissáttasemjara lauk síðdegis í dag. Boðað er til vinnufundar á morgun.

Þetta staðfestir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS.

Verk­föll í níu skól­um hóf­ust á þriðju­dag­inn en alls er boðað til verkfalla í fjórum skólum til viðbótar.

Þroska samtalið áfram

Spurð um gang viðræðna segir hún samtalið halda áfram sem sé ávallt jákvætt. Enn sé þó nokkuð í land og því of snemmt að segja til um bjartsýni.

„Það er bara verið að ræða saman. Það verður vinnufundur hjá okkur á morgun þannig samtalið heldur áfram,“ segir Inga Rún.

„Við ætlum bara að þroska það samtal áfram á morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert