Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason stendur nú á tímamótum því alls hafa ríflega 20 milljónir eintaka selst af bókum hans.
Samkvæmt tölum sem Forlagið tók saman fyrir Morgunblaðið hafa bækur Arnaldar komið út í 1.500 útgáfum á heimsvísu og útgáfuréttur þeirra verið seldur á 44 tungumál.
Á Íslandi er salan farin að nálgast 650.000 eintök. Ný bók Arnaldar, Ferðalok, kemur út í dag.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.