Telja „verulegar líkur“ á sakfellingu

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað máli Alberts Guðmundssonar.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað máli Alberts Guðmundssonar. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/mbl.is/Iðunn

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir að máli Alberts Guðmundssonar, knattspyrnumanns, hafi verið áfrýjað sökum þess að embættið telji dóm héraðsdóms „efnislega rangan“. Þetta kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is. 

Þá kemur einnig fram að embættið telji „verulegar líkur“ á því að niðurstöðu dómsins verði breytt úr sýknu í sekt. 

Ákvörðun um áfrýjun í þessu máli, líkt og í öðrum sýknumálum sem er áfrýjað, byggist á því mati ríkissaksóknara að ákærði hafi ranglega verið sýknaður, þ.e. með að dómurinn sé efnislega rangur, og að verulegar líkur séu á að sýknu verði snúið í sakfellingu fyrir Landsrétti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert