Tíðindi í nýrri könnun: Svandís mætir á svæðið

Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Þór Skúlason ræða fréttir vikunnar. Svandís …
Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Þór Skúlason ræða fréttir vikunnar. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, mætir í forystuviðtal Spursmála að þessu sinni. mbl.is/samsett mynd

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, er gestur Spursmála í dag. Þátturinn fer í loftið kl. 14:00 á mbl.is. Þar verður einnig birt brakandi fersk könnun sem sýnir fylgi flokkanna og þar er tíðinda að vænta.

Í könnuninni í liðinni viku mældist flokkur Svandísar við frostmark og verður fróðlegt að sjá hvort henni og liðsmönnum hennar í VG hafi tekist að lyfta flokknum yfir Sósíalistaflokkinn sem virðist hafa tekið frumkvæðið lengst til vinstri á hinum pólitíska ási.

Af vettvangi atvinnulífsins

Auk Svandísar mæta þeir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í þáttinn og ræða fréttir vikunnar sem að sönnu hverfast nær allar um pólitíkina.

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fer yfir fyrrnefnda könnun og hvað það er sem helst heyrir til tíðinda frá talnaspekingum Prósents sem vinnur kannanir fyrir Morgunblaðið og mbl.is í aðdraganda kosninganna.

Fylgist með á mbl.is kl. 14:00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert