Verkfallið ekki boðað með réttum hætti

Aðalbygging Menntaskólans í Reykjavík.
Aðalbygging Menntaskólans í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkfalli kennara í Menntaskólanum í Reykjavík hefur verið seinkað um viku þar sem endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir þar sem það fórst fyrir að boða verkfallið með réttum hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef .

Atkvæðagreiðslan var endurtekin og verkfallsaðgerðir samþykktar á nýjan leik. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkfalli og var það samþykkt með 85% atkvæða. Var kjörsóknin 95%.

Verkfallið sem kennarar greiddu atkvæði um hefst 18. nóvember og stendur til 20. desember, nái samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki að semja fyrir þann tíma. 

Kennarar í MR höfðu áður samþykkt að leggja niður störf og var verkfall boðað frá 11. nóvember til 20. desember. Eins og áður segir fórst fyrir að boða verkfallið með réttum hætti og þurfti því að endurtaka atkvæðagreiðsluna. Kennarar munu leggja niður störf viku seinna en áætlað var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert