Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bregður fyrir í TikTok-myndbandi ásamt dóttur sinni þar sem þau hlýða á vinsælasta unglingasmell landsins.
Þegar boðað er til kosninga með stuttum fyrirvara eru góð ráð dýr hvað varðar auglýsingapláss fyrir stjórnmálaflokkana, enda flest plássin uppurin í aðdraganda hrekkjavöku, jóla og svarts föstudags.
Hafa margir flokkanna brugðið á það ráð að höfða til kjósenda á samfélagsmiðlum með misgóðum árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú beina sjónum sínum að yngri kynslóðinni en flokkurinn birti í dag myndskeið af formanni flokksins ásamt dóttur hans, Helgu Þóru Bjarnadóttur, þar sem þau ganga saman með sitthvort heyrnartólið í eyranu.
Myndatökumaðurinn stöðvar þau og spyr hvað þau séu að hlusta á og kveðst Bjarni vera að hlusta á Yibbi Hell Yeah (Maggi Borða) eftir listamanninn Sif.
Flestir foreldrar, kennarar og starfsmenn frístundamiðstöðva kannast eflaust við lagið en það hefur slegið í gegn á meðal táninga landsins á samfélagsmiðlum.
@sjalfstaedisflokkurinn #sjalfstæðisflokkurinn #kosningar2024 #iceland #politics #fyp #fyrirþig ♬ YIBBY HELL YEAH (Maggi Borða) - Sif