Dagsektir lagðar á umdeilt skilti

Auglýsingaskilti á lóð Orkunnar hefur verið umdeilt.
Auglýsingaskilti á lóð Orkunnar hefur verið umdeilt. Morgunblaðið/Eyþór

„Það var send út krafa um að fjarlægja skiltið og það var ekki orðið við því,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar um umdeilt auglýsingaskilti á lóð bensínstöðvarinnar Orkunnar við Miklubraut 101.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í byrjun september hafnaði úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála kröfu eigenda umrædds skiltis um að ógilda ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur þess efnis að slökkva skyldi á aug­lýs­inga­skiltinu og fjar­lægja það. Skiltið er enn á sínum stað og í fullri notkun.

Tvö fyrirtæki vísuðu á sínum tíma málinu til úrskurðarnefndarinnar, lóðar­eig­and­inn, sem er fast­eigna­fé­lag­ið Kaldalón, og LED birt­ing­ar ehf., sem á og rek­ur skiltið.

Eva Bergþóra segir við Morgunblaðið að dagsektir að upphæð 150 þúsund krónur hafi verið lagðar á frá og með 16. október síðastliðnum og séu komnar í innheimtu. „Þær verða innheimtar þangað til eitthvað verður að gert. Ef þessar dagsektir hafa ekki áhrif verður að skoða það.“

Rúm tvö ár eru síðan mál þetta kom fyrst upp. Þá var eigendum gert að sækja um byggingarleyfi fyrir uppsetningu nýs skiltis. Þeir sögðu hins vegar að um eðlilega uppfærslu á eldra skilti væri að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka