Enn nokkuð langt í land

Frá fundi samninganefnda í Karphúsinu í gær. Inga Rún er …
Frá fundi samninganefnda í Karphúsinu í gær. Inga Rún er til hægri á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi samninganefnda Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga með sáttasemjara lauk síðdegis í gær án niðurstöðu. Hafa vinnufundir verið boðaðir í dag.

Þetta staðfestir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna.

Kennarar í níu skólum lögðu niður störf á þriðjudag. Búið er að boða til verkfalla í fjórum skólum til viðbótar.

Spurð um gang viðræðna segir Inga Rún jákvætt að samtalið sé enn í gangi. Enn sé þó nokkuð í land. „Það er bara verið að ræða saman. Það verður vinnufundur hjá okkur [í dag] þannig að samtalið heldur áfram,“ segir Inga Rún.

Greiddu aftur atkvæði um verkfall

Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík þurftu að endurtaka atkvæðagreiðslu um verkfall þar sem það fórst fyrir að boða verkfallið með réttum hætti. Frá þessu er greint á vef KÍ. Áður hafði verkfall verið boðað frá 11. nóvember til 20. desember.

Atkvæðagreiðslan nú stóð frá 30. október til 1. nóvember 2024 og var kjörsókn um 95%. Niðurstaðan er sú að 85% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við boðun verkfalls. 9% sögðu nei og auðir seðlar voru 6%.

Mun verkfall í skólanum hefjast 18. nóvember, eða viku síðar en áður var boðað, og standa yfir til 20. desember. Er það að því gefnu að ekki takist að semja fyrir þann tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka