Umferðaróhapp varð fyrir skömmu nálægt gatnamótum Barkarvogar og Brúarvogar í Reykjavík.
Þrír sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á vettvang og voru tveir einstaklingar fluttir á slysadeild.
Ekki er vitað um líðan þeirra en talið er að þeir hafi sloppið með minni háttar meiðsl, að sögn Pálma Hlöðverssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.