Björgunarsveitir kallaðar út á Suðurlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir sinna nú nokkuð umfangsmiklu útkalli í uppsveitum á Suðurlandi. Þó nokkuð margar sveitir á Suðurlandi hafa verið boðaðar í útkallið, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá segir hann að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sé að gera sig klára.

Útkallið barst rétt fyrir klukkan 16 og eru fyrstu sveitir að koma á staðinn.

Jón Þór gat ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert