Dæmdur fyrir að rækta kannabis í Borgarbyggð

Maðurinn var með tæp 4 kg af kannabis í vörslu …
Maðurinn var með tæp 4 kg af kannabis í vörslu sinni. AFP/Michaela Stache

Maður í Borgarbyggð var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að rækta kannabisplöntur sem gáfu af sér 4985 g af kannabisefni.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands í október.

Fjögurra mánaða fangelsi

Fundust nánar tiltekið 3665 grömm af kannabislaufi og 1320 grömm af marijúana í vörslu mannsins við húsleit lögreglu á heimili hans.

Var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og í fjögurra mánaða fangelsi.

Þar sem hinn ákærði var með hreint sakavottorð þótti dómstólnum rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og að hún myndi falla niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð.

Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og rekstri málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert