Frontex afþakkar vél Gæslunnar

Flugvélin hefur verið í verkefnum fyrir Frontex undanfarin ár.
Flugvélin hefur verið í verkefnum fyrir Frontex undanfarin ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, verður ekki notuð við eft­ir­lit á Miðjarðar­hafi á næsta ári eins og áformað var. Ástæðan er sú að Frontex, land­mæra­stofn­un Evr­ópu, hef­ur afþakkað fram­lag Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Þetta upp­lýs­ir Georg Kr. Lárus­son for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar í bréfi sem hann sendi til fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is á fimmtu­dag. Seg­ir Georg í bréf­inu að ákvörðun Frontex sé óvænt kúvend­ing í mál­inu.

Stjórn­end­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar sjá því ekki aðra lausn sem stend­ur en að óska eft­ir að fjár­heim­ild stofn­un­ar­inn­ar verði hækkuð um 300 millj­ón­ir króna frá því sem kveðið er á um í frum­varpi til fjár­laga 2025.

Georg bend­ir á að sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga vegna árs­ins 2025 hvíli 652,7 m.kr. sér­tekjukrafa á Land­helg­is­gæsl­unni. Stofn­un­in sé með afar tak­markaðar fast­ar tekj­ur og helsti tekju­stofn henn­ar, allt frá hruni, hafi verið þátt­taka í verk­efn­um á veg­um Frontex.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka