Frontex afþakkar vél Gæslunnar

Flugvélin hefur verið í verkefnum fyrir Frontex undanfarin ár.
Flugvélin hefur verið í verkefnum fyrir Frontex undanfarin ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður ekki notuð við eftirlit á Miðjarðarhafi á næsta ári eins og áformað var. Ástæðan er sú að Frontex, landmærastofnun Evrópu, hefur afþakkað framlag Landhelgisgæslunnar.

Þetta upplýsir Georg Kr. Lárusson forstjóri stofnunarinnar í bréfi sem hann sendi til fjárlaganefndar Alþingis á fimmtudag. Segir Georg í bréfinu að ákvörðun Frontex sé óvænt kúvending í málinu.

Stjórnendur Landhelgisgæslunnar sjá því ekki aðra lausn sem stendur en að óska eftir að fjárheimild stofnunarinnar verði hækkuð um 300 milljónir króna frá því sem kveðið er á um í frumvarpi til fjárlaga 2025.

Georg bendir á að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga vegna ársins 2025 hvíli 652,7 m.kr. sértekjukrafa á Landhelgisgæslunni. Stofnunin sé með afar takmarkaðar fastar tekjur og helsti tekjustofn hennar, allt frá hruni, hafi verið þátttaka í verkefnum á vegum Frontex.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka