Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum er kviknaði í íbúðarhúsnæði í Fossvogi í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkallið um klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn. Mikill eldur og reykur barst frá húsinu.
Reykkafarar fundu heimilisdýr sem hafði ekki komist út og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Íbúarnir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.
Slökkvistarfi lauk um hálf fjögur og tók þá við reykræsting. Aðgerðum slökkviliðsins lauk um fimmleytið og hefur nú tæknideild lögreglu tekið við vettvangi. Mikið tjón varð á húsnæðinu.
Eldsupptök er ókunn.
Fréttin hefur verið uppfærð.