Maðurinn sem féll í Tungufljót er látinn

Banaslys varð í Tungufljóti í dag.
Banaslys varð í Tungufljóti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður sem féll í Tungufljót nálægt Geysi í dag er látinn. Hann var á fertugsaldri. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti um banaslysið.

„Straumvatnsbjörgunarmenn náðu manninum upp úr ánni og voru strax hafnar endurlífgunartilraunir á honum, sem báru ekki árangur,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að aðstæður hefðu verið krefjandi. Rigning hafi verið og mikið vatnsmagn í ánni. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Mikill viðbúnaður

Útkall barst á fjórða tím­an­um um að einn hefði fallið í ána.

Mik­ill viðbúnaður var vegna at­viks­ins og voru straum­vatns­björg­un­ar­hóp­ar boðaðir frá björg­un­ar­sveit­um á svæðinu og höfuðborg­ar­svæðinu, auk þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og sjúkra­bif­reiða frá Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert