Það verður suðaustanátt í dag, víða 10-18 m/s, hvassast norðvestanlands. Rigning eða súld um mest allt land.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að það muni hlýna smám saman í veðri. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig síðdegis og þá mun létta til á Norðausturlandi seinnipartinn.
Á morgun snýst í suðlæga átt og fer minnkandi, 5-13 m/s síðdegis.
Það mun draga úr úrkomu og stytta upp norðan- og vestanlands eftir hádegi, en þá er ný lægð úr suðri þegar á leiðinni.
Um kvöldið verður vaxandi suðaustanátt og þá fer að rigna sunnan- og vestanlands.
Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig, en heldur svalari á Vestfjörðum.