Stórfelld uppbygging áformuð við Holtsós

Á þessari tölvugerðu mynd má sjá nokkrar þeirra bygginga sem …
Á þessari tölvugerðu mynd má sjá nokkrar þeirra bygginga sem ætlunin er að rísi við Holtsós undir Eyjafjöllum.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur lagt fram til kynn­ing­ar matsáætl­un þar sem lýst er áform­um fyr­ir­tæk­is­ins Stein­ar Resort ehf. um stór­fellda upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu við aust­an­verðan Holtsós und­ir Eyja­fjöll­um í Rangárþingi eystra.

Áform­ar fyr­ir­tækið að byggja þar 200 her­bergja hót­el við Þjóðveg 1, ásamt 120 her­bergja hót­eli með baðlóni auk 200 smá­hýsa. Þá er og gert ráð fyr­ir fastri bú­setu starfs­manna í 48 starfs­mann­a­í­búðum. Ætl­un­in er að setja upp fjöl­orku­stöð við þjóðveg­inn, ásamt versl­un­ar- og þjón­ustu­rými.

Ný­verið var greint frá svipuðum áform­um fyr­ir­tæk­is­ins um upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu í Ása­hreppi í Rangárþingi ytra, en frá þeim var fallið í kjöl­far þess að fram kom mik­il andstaða heima­manna við þær hug­mynd­ir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert