Úrskurður um gildi framboða

Alls skiluðu 11 stjórn­mála­sam­tök inn fram­boðsgögn­um vegna kosn­inga til Alþings.
Alls skiluðu 11 stjórn­mála­sam­tök inn fram­boðsgögn­um vegna kosn­inga til Alþings. Samsett mynd

Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í alþingiskosningunum fór fram í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í dag klukkan 15.

Alls skiluðu 11 stjórn­mála­sam­tök inn fram­boðsgögn­um vegna kosn­inga til Alþingis sem fram fara 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Hægt er að sjá upptöku af niðurstöðu landskjörstjórnar í myndskeiðinu hér fyrir neðan:

Þrír flokk­ar eru sagðir hafa fengið at­huga­semd­ir frá kjör­stjórn eft­ir að þeir skiluðu inn list­um á fimmtu­dag: Ábyrg framtíð, Lýðræðis­flokk­ur­inn og Sósí­al­ist­ar.

Krist­ín­ Edwald, formaður Lands­kjör­stjórn­ar, sagði í gær að þeir flokk­ar sem fengu frest til að gera úr­bæt­ur á fram­boðslist­um sín­um hefðu all­ir brugðist við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert