Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í alþingiskosningunum fór fram í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í dag klukkan 15.
Alls skiluðu 11 stjórnmálasamtök inn framboðsgögnum vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 30. nóvember næstkomandi.
Hægt er að sjá upptöku af niðurstöðu landskjörstjórnar í myndskeiðinu hér fyrir neðan:
Þrír flokkar eru sagðir hafa fengið athugasemdir frá kjörstjórn eftir að þeir skiluðu inn listum á fimmtudag: Ábyrg framtíð, Lýðræðisflokkurinn og Sósíalistar.
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagði í gær að þeir flokkar sem fengu frest til að gera úrbætur á framboðslistum sínum hefðu allir brugðist við.