40 kannabisplöntur fundust í heimahúsi

Kannabis.
Kannabis. AFP

Ríflega 40 kannabisplöntur fundust í heimahúsi um helgina og voru þær haldlagðar, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.

Þrjú þjófnaðarmál komu á borð lögreglunnar um helgina og í einu málinu voru ólögráða einstaklingar á ferðinni. Ein líkamsárás var kærð og er það mál til rannsóknar.

Tvö umferðarslys urðu en enginn slasaðist alvarlega.  Í öðru þeirra er ökumaður grunaður um ölvun.

Ók á 133 km hraða

Alls voru tólf manns kærðir af lögreglunni fyrir að aka of greitt um helgina og mældist sá sem hraðast ók á 133 km hraða.

Einn þeirra sem ók of greitt reyndist einnig undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.  Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki viðeigandi öryggisbúnað fyrir barn í bifreiðinni.

Þrír voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert