Hæfniviðmið um forritun og fjármálalæsi má nú finna í aðalnámskrá grunnskólanna auk kafla um borgaravitund. Eru þessar nýjungar tilkomnar eftir endurskoðun á námskránni sem hefur staðið yfir síðustu tvö ár.
Auður Bára Ólafsdóttir, verkefnastjóri aðalnámskrár hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, hefur leitt þá vinnu.
Hún segir tilganginn með endurskoðuninni hafa verið að bregðast við ósk skólasamfélagsins sem fólst fyrst og fremst í því að einfalda hæfniviðmiðin, gera þau skýrari og samræma þau á milli áfanga til þess að aðalnámskráin nýttist sem sá leiðarvísir sem henni er ætla að vera.
Endurskoðuð aðalnámskrá grunnskóla var birt í Stjórnartíðindum í síðustu viku.
Um er að ræða endurskoðun á köflum 17 til 26 eða þeim hluta námskrárinnar sem nær yfir greinasviðin.
Sá hluti felur í sér nánari umfjöllun um þá hæfni sem stefnt er að með skólastarfinu innan ákveðins námssviðs eða námsgreinar, svokölluð hæfniviðmið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.