Eyfellingar mótmæla áformum um hótel

Andstaða er meðal Eyfellinga við mikil uppbyggingaráform í ferðaþjónustu, þeir …
Andstaða er meðal Eyfellinga við mikil uppbyggingaráform í ferðaþjónustu, þeir telja að ásýnd Eyjafjalla verði ekki söm á eftir. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Mik­il andstaða er meðal Ey­fell­inga við áform fyr­ir­tæk­is­ins Stein­ar Resort ehf. um stór­fellda upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu við aust­an­verðan Holtsós und­ir Eyja­fjöll­um í Rangárþingi eystra, en frá þeim var skýrt í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Búið er að leggja fram tvenn mót­mæli vegna þessa og skrifa um 70 manns und­ir önn­ur þeirra sem beint var til skipu­lags­yf­ir­valda, en yfir 40 manns und­ir hin sem af­hent voru sveit­ar­stjórn Rangárþings eystra. Þetta upp­lýs­ir Vig­fús Andrés­son, bóndi í Berja­nesi und­ir Eyja­fjöll­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en jörð hans ligg­ur að fyr­ir­huguðu fram­kvæmda­svæði að sunn­an- og aust­an­verðu.

Seg­ir hann að Ey­fell­ing­ar séu al­farið á móti þess­um hug­mynd­um.

Innikróaðir jarðarpart­ar

Landsvæðið sem áformað er að byggja á er í lönd­um jarðanna Steina 1 og Hvassa­fells 2 og seg­ir Vig­fús að ef af þeim verður muni ein Steina­jörðin verði innikróuð í miðju skipu­lags­svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka