Flutningabíll með svínsskrokka fór á hliðina

Slysið varð um hálfáttaleytið í morgun.
Slysið varð um hálfáttaleytið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður flutningabíls var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að bíllinn fór á hliðina á Kjalarnesi við Saltvík um hálfáttaleytið í morgun. 

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn að flytja svínsskrokka þegar slysið varð. Meiðsli ökumannsins eru ekki talin alvarleg.

Útkallshópur sem er í hlutastarfi á Kjalarnesi sinnti verkefninu. Bíllinn lá á hliðinni og þurfti að fá bíl með krana til að velta honum aftur upp.

Flutningabíllinn er illa farinn en hann var á lítilli ferð þegar slysið varð. Flutningskassi bílsins er sennilega ónýtur, að sögn varðstjórans, sem hefur ekki frekari upplýsingar um tildrög slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert