Kom upp hlerunarbúnaði á heimili fyrrverandi

Þetta er í þriðja skiptið sem maðurinn fær nálgunarbann eftir …
Þetta er í þriðja skiptið sem maðurinn fær nálgunarbann eftir að hafa áreitt konuna. Hann hefur meðal annars játað að hafa komið upp hlerunarbúnaði á heimili hennar og hún telur hann hafa fylgst með ferðum sínum. Ljósmynd/Colourbox

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest þriðja nálg­un­ar­bannið á karl­mann sem hef­ur ít­rekað áreitt og setið um fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína. Maður­inn kom meðal ann­ars upp hler­un­ar­búnaði á heim­ili henn­ar.

Rétt­ur­inn staðfesti nú fjög­urra mánaða nálg­un­ar­bann, en mann­in­um er bannað við að koma í námunda við heim­ili kon­unn­ar og af­mark­ast svæðið við 100 metra radíus. Þá er einnig lagt bann við að hann veiti henni eft­ir­för, nálg­ist kon­una á al­manna­færi, hringi í hana eða sendi henni skila­boð eða setji sig á ein­hvern ann­an hátt í sam­band við hana.

Löng saga umsát­ur­seinelt­is og áreit­is

Áður hafði maður­inn verið úr­sk­urðaður í þriggja mánaða nálg­un­ar­bann í októ­ber í fyrra og svo aft­ur í sex mánuði í janú­ar á þessu ári. Þá hafði hann einnig und­ir­ritað svo­kallaða Sel­foss­leið, en það er sam­komu­lag um að hann muni halda sig frá heim­ili henn­ar og ekki fylgja kon­unni eft­ir eða setja sig í sam­band við hana.

Í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur vegna nálg­un­ar­banns­ins er farið yfir langa sögu umsát­ur­seinelt­is og áreit­is sem maður­inn er sagður hafa beitt kon­una.

Fyrsta nálg­un­ar­bannið

Kon­an kærði mann­inn fyrst í sept­em­ber í fyrra, en þá sagði hún mann­inn ít­rekað hafa áreitt hana eft­ir að þau slitu sam­vist­um. Játaði maður­inn meðal ann­ars að hafa verið með hler­un­ar­búnað á heim­ili kon­unn­ar og neitaði hann í fyrstu að skrifa und­ir Sel­foss­leiðina.

Fjór­um dög­um síðar var óskað eft­ir aðstoð lög­reglu en þá hafði maður­inn mætt á heim­ili henn­ar og barið á alla glugga. Síðar sama dag var aft­ur til­kynnt um að hann væri mætt­ur á heim­ili kon­unn­ar. Und­ir­ritaði maður­inn í skýrslu­töku hjá lög­reglu Sel­foss­leiðina.

Annað nálg­un­ar­bannið

Sem fyrr seg­ir var maður­inn úr­sk­urðaður í nálg­un­ar­bann í októ­ber, en þegar það rann út byrjaði maður­inn strax aft­ur að áreita kon­una og féllst lög­reglu­stjóri á að setja mann­inn í áfram­hald­andi nálg­un­ar­bann, en nú í hálft ár. Sakaði kon­an mann­inn meðal ann­ars um að hafa brotið rúðu í hest­húsi sem hún átti, en hann neitaði því.

Þá náði kon­an mynd­um af mann­in­um keyra í tvígang fram hjá húsi henn­ar í fe­brú­ar, en hann vildi ekki svara lög­reglu þegar hann var spurður um ástæður fyr­ir akstr­in­um. Maður­inn hélt einnig áfram að setja sig í sam­band við kon­una þrátt fyr­ir nálg­un­ar­bannið.

Virðist fylgj­ast með ferðum henn­ar

Eft­ir að nálg­un­ar­bannið rann út fór maður­inn svo að senda henni skila­boð á ný og áreita hana. Aft­ur var hann tek­inn í skýrslu­töku hjá lög­reglu og neitaði að und­ir­ritað fyrr­nefnda Sel­foss­leið. Í kjöl­farið var þriðja nálg­un­ar­bannið staðfest af lög­reglu­stjóra, nú í fjóra mánuði. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur staðfesti það nálg­un­ar­bann og nú hef­ur Lands­rétt­ur einnig gert það.

Í úr­sk­urði héraðsdóms kom fram að maður­inn sé und­ir rök­studd­um grun um að hafa margít­rekað raskað friði kon­unn­ar með jöfnu milli­bili. Ger­ir hann það með sím­töl­um, skila­boðum og tölvu­póst­um, auk þess að hafa áreitt for­eldra henn­ar og bróður með tölvu­póst­um. Hef­ur kon­an sagt að hún ótt­ist mann­inn og að hann fylg­ist greini­lega með ferðum henn­ar. Þannig hafi hann vitað hvar hún væri stödd um versl­un­ar­manna­helg­ina þegar annað nálg­un­ar­bannið rann út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert